145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:44]
Horfa

Björt Ólafsdóttir (Bf):

Virðulegi forseti. Í þrjár umræður um þetta fjárlagafrumvarp hefur minni hlutinn barist fyrir því að Landspítalinn fái meira fjármagn. Nú er það loksins að skila sér að meiri hlutinn hefur þó bætt aðeins við, ekki nóg en því ber að fagna að við höfum aðeins náð að mjaka hér inn fé.

Við erum á gulu í Bjartri framtíð af því að hér er ekki gert nægilega vel. Sama á við um næsta lið sem atkvæði verða greidd um, en ég vil halda því til haga að þegar við byrjuðum þessar umræður var ekkert aukafjármagn sem átti að koma frá meiri hlutanum en þetta hefur þó skilað þessu sem er vel. Það þyrfti þó að vera miklu meira.