145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:54]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Mér finnst mjög jákvætt að það fari 1 milljarður í það sem kallað er fráflæði, mjög mikilvægt, af því að það er gríðarlega dýrt að hafa fólk inni á sjúkrahúsum sem ætti tæknilega séð að vera annars staðar, í öðruvísi umönnun. Ég hef talað um þetta, bent á þetta síðan á síðasta kjörtímabili, mikilvægi þess að setja fé inn í þennan málaflokk þannig að ég get samvisku minnar vegna ekki annað en stutt málið þó að ég vilji brýna meiri hlutann í að tryggja betur rekstrargrundvöll fyrir heilbrigðiskerfið okkar í heild. Það er gríðarlega mikilvægt.

Ég verð að fagna því sem vel er gert þó að mér finnist ekki nægilega mikið gert. En ég er að minnsta kosti þakklát fyrir að fá þennan milljarð inn í þetta verkefni. [Kliður í þingsal.]