145. löggjafarþing — 59. fundur,  19. des. 2015.

fjárlög 2016.

1. mál
[17:57]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf):

Hæstv. forseti. Landspítalinn bað um 1.400 milljónir í viðhald, fékk 250, Landspítalinn bað um 400 milljónir vegna kjarasamninga og fékk ekkert, Landspítalinn bað um 1 þús. milljónir vegna fjölgunar sjúklinga, en ríkisstjórnin ákveður að setja 1 þús. milljónir í hjúkrunarrými almennt til að mæta fráflæðisvanda á heilbrigðisstofnunum. Ríkisstjórnin mætir ekki brýnustu forgangsröðun Landspítalans, ekki frekar en hún mætti brýnustu forgangsröðun Ríkisútvarpsins.

Hér beita Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur harðri forræðishyggju á forstjóra ríkisstofnana og deila og drottna.

Ég sit hjá. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)