145. löggjafarþing — 60. fundur,  19. des. 2015.

kosning umboðsmanns Alþingis skv. 1. gr. laga nr. 85 1997, um umboðsmann Alþingis, með síðari breytingum, til fjögurra ára, frá 1. janúar 2016 til 31. desember 2019.

[18:08]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Atkvæðagreiðslunni er lokið. Atkvæði féllu þannig að Tryggvi Gunnarsson hlaut 43 atkvæði, 9 greiða ekki atkvæði. Ég lýsi því Tryggva Gunnarsson réttkjörinn umboðsmann Alþingis frá 1. janúar 2016 til næstu fjögurra ára og óska honum velfarnaðar í starfi.