145. löggjafarþing — 60. fundur,  19. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[18:49]
Horfa

Árni Páll Árnason (Sf):

Virðulegi forseti. Við í Samfylkingunni stöndum að þessari breytingartillögu. Ég þakka hv. þm. Sigríði Á. Andersen þrautseigjuna við að halda þessu máli lifandi. Það er sérstök ástæða til að undirstrika að hér erum við að lækka tolla á matvæli þó að þetta sé kannski ekki algengasta neysluvara heimilanna. Á þessum grunni þurfum við að hvetja stjórnvöld, þessa ríkisstjórn og þessa afturhaldsflokka sem sitja nú við stjórn til að halda áfram að afnema tolla á matvæli því að ein mikilvægasta kjarabótin sem heimilin eiga inni á næstu missirum er að við lækkum ofurtolla á matvæli.

Mjór er mikils vísir. Við greiðum glöð atkvæði með þessari breytingu og hvetjum ríkisstjórnarflokkana til frekari dáða.