145. löggjafarþing — 60. fundur,  19. des. 2015.

ýmsar forsendur fjárlagafrumvarps 2016.

2. mál
[18:50]
Horfa

Katrín Jakobsdóttir (Vg):

Herra forseti. Ég tel það ekki brýnasta hagsmunamál almennings í landinu að lækka verð á kartöfluflögum sem geta seint talist hollustufæði en ég sé þó að einhverjir hæstv. ráðherrar eru ekki reiðubúnir að styðja málið. Það kemur mér ekki á óvart í ljósi þess að þessi ríkisstjórn hefur sett lýðheilsumál á dagskrá. Ég get ekki séð að þessi niðurfelling á tollum á kartöfluflögur þjóni beinlínis yfirlýstum lýðheilsumarkmiðum ríkisstjórnarinnar þannig að það kemur mér á óvart að sjá hve margir hv. þingmenn stjórnarflokkanna greiða þessari tillögu atkvæði.

Ég segi nei við tillögunni.