145. löggjafarþing — 63. fundur,  19. jan. 2016.

niðurstaða vinnu stjórnarskrárnefndar.

[13:54]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég ítreka það sem ég sagði áðan, að þetta hlýtur að virka eins í báðar áttir. Menn hljóta að þurfa að nálgast úr báðum áttum, ekki eingöngu stjórnarandstaðan að bíða eftir því að fulltrúar meiri hlutans tilkynni um hvað þeir séu tilbúnir að gera.

Ég tek undir með hv. þingmanni að vonandi klárast þessi vinna á þann hátt að flokkarnir á þingi geti í sameiningu fylgt því eftir í tæka tíð og við náum að gera breytingar, ekki hvað síst varðandi þjóðareign á auðlindum og fyrirkomulag beins lýðræðis.