145. löggjafarþing — 64. fundur,  20. jan. 2016.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[16:43]
Horfa

Flm. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir ræðuna. Það er ánægjulegt fyrir mig að hann flytji aftur sömu ræðuna og hann gerði þegar ég var fjögurra ára, eða 1987, og bjórbannið var hér til umræðu. Það er gott fyrir okkur að geta heyrt þetta.

Mig langar að byrja á að benda honum á hvar ég sé velferðarvinkilinn í þessu máli, sem mér finnst vera algerlega augljós. Þegar við erum að tala um forgangsröðun í ríkisrekstri, bæði á tíma og kröftum ríkisins, hvar það eigi að einbeita sér í að gera vel, held ég að það sé betra í því að reka velferðarkerfi en smásölu.

Mig langar að spyrja hv. þingmann: Hvað hefur ræst í dómsdagsspám hans frá því að hann var að ræða bjórbannið? Hvernig er staða áfengismenningar í dag? Hvað hefur ræst úr þeim tölum? Og er hann á móti auknu aðgengi eða með auknu aðgengi á landsbyggðinni? Ég átta mig ekki heldur á því.