145. löggjafarþing — 64. fundur,  20. jan. 2016.

verslun með áfengi og tóbak o.fl.

13. mál
[17:37]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég hef lesið nokkrar rannsóknirnar um þetta mál. Ég hef hvergi rekist á að þetta sé veigameiri þáttur, þ.e. hvort ríkið sé með sérleyfið eða hvort um einkasölu sé að ræða. Hins vegar eru til margar rannsóknir á skólabörnum, þau elst 15 ára sem svara spurningum og þar kemur fram að vandinn á Norðurlöndunum er mestur í Danmörku. Í stórri skólarannsókn sem nær til fleiri Evrópulanda en Norðurlandanna kemur þetta líka fram.

Aldurinn skiptir örugglega máli, en ég hef hvergi séð það og get ekki leyft mér að fullyrða það því að ekkert í þeim rannsóknum sem ég hef lesið styður það að aldurinn skipti máli, þ.e. ef ungmenni mega kaupa áfengi 16 ára gömul þá hef ég hvergi séð að það skipti mjög miklu máli fyrir drykkju 14 og 15 ára. Það má hins vegar vera þó að ég geti ekki stutt þá skoðun eða þá athugasemd hv. þingmanns með þeim rannsóknum sem ég hef lesið.