145. löggjafarþing — 65. fundur,  21. jan. 2016.

frumvörp um húsnæðismál.

[11:01]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Er það ekki svo að frumvörpin eru komin fram á þinginu? Er ekki búið að mæla fyrir þeim? (Gripið fram í.) Er ríkisstjórnin ekki búin að afgreiða þau? (Gripið fram í.) Er það ekki svo að hv. þingmaður (Forseti hringir.) er með málin í nefndinni hjá sér? Hvers vegna talar þingmaðurinn eins og það sé verið að bíða eftir …? (Gripið fram í.) (Forseti hringir.) — Þú gætir örugglega fengið að komast að hérna, hv. þingmaður sem kallar fram í, með því að reyna að komast á mælendaskrá eftir þingsköpum, (Gripið fram í.) það er alveg ábyggilegt. Þingmaðurinn ætti ekki að tala eins og engin frumvörp séu komin fram. Það er það sem hann gerir. Þess vegna eru þessar spurningar um stuðning við málið ekki svaraverðar. Þær eru það ekki. Þeim verður þess vegna ekki svarað. [Frammíköll í þingsal.] Þetta er pólitískur áróður. (Gripið fram í.) Það verður að gera greinarmun á því. (Gripið fram í.)