145. löggjafarþing — 66. fundur,  25. jan. 2016.

sala Landsbankans á hlut sínum í Borgun.

[15:05]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F):

Virðulegur forseti. Ég er sammála mati hv. þingmanns varðandi bæði mikilvægi þess að tryggja að ríkið fái sem mest fyrir þær eignir sem það ákveður að selja eða stofnanir þess og fyrirtæki og eins um að upplýsa þurfi um hvernig þetta gat gerst. Niðurstaða sem er augljóst klúður.

Mér skilst reyndar að Landsbankinn ætli að eigin frumkvæði, ég sá það í fjölmiðlum, að skila þinginu greinargerð. Málið hefur verið tekið upp hér á þingi, ekki hvað síst af hv. þingmanni, og mér finnst eðlilegt að þingið fylgi þessu efni frekar en að einstakir ráðherrar fari að stofna til rannsókna, enda hafa þeir svo sem kannski ekki aðstöðu eða heimild til þess. En þingið hefur úrræði til þess að skoða þetta mál áfram og fylgja því eftir og fá svör við þeim spurningum sem hv. þingmaður hefur varpað fram. Ég styð þingið í því.