145. löggjafarþing — 69. fundur,  28. jan. 2016.

viðbrögð við skýrslu um fátækt barna.

[10:51]
Horfa

Rósa Björk Brynjólfsdóttir (Vg):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir greiningu hennar á skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi.

Ég hefði gjarnan viljað fá skýrari svör frá hæstv. ráðherra um tafarlausar aðgerðir í þágu barna sem líða efnislegan skort á Íslandi. Þau geta ekki beðið. Við viljum ekki að börn sem búa við skort þurfi að bíða róleg eftir því hvað stjórnmálamenn ákveða að gera í þeirra þágu, bíða eftir þingsályktunartillögum, bíða eftir framvindu frumvarpa sem velkjast um í nefndum.

Ég mundi gjarnan vilja fá skýrari svör þegar kemur að tafarlausum aðgerðum í þágu barna.