145. löggjafarþing — 71. fundur,  1. feb. 2016.

skatteftirlit og skattrannsóknir.

389. mál
[16:37]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Já, það er ljóst að þessi miklu skattsvik. er mikið og stórt vandamál í þjóðfélagi okkar.

Svo er það þessi tala, 80 eða 83 milljarðar, ríkisskattstjóri sagði að ljóst væri að það mundi aldrei allt innheimtast. En það má nú á milli vera, nóg er eftir samt. Þó að það væri bara helmingurinn sem innheimtist er það fullt, og ef 2/3 innheimtust væri það heill hellingur.

Ég nota þetta tækifæri til að hvetja ráðherrann til dáða í þessum efnum. Eins og hv. þm. Brynhildur Pétursdóttir sagði þurfum við náttúrulega að koma þeirri hugsun að hér að skattsvik eru ólíðandi.

En fyrst og síðast vil ég hvetja ráðherrann til dáða um að efla skatteftirlit og skattheimtu eftir því sem kostur er.