145. löggjafarþing — 71. fundur,  1. feb. 2016.

starfshópur um framtíðarskipan fæðingarorlofsmála.

426. mál
[16:53]
Horfa

félags- og húsnæðismálaráðherra (Eygló Harðardóttir) (F):

Virðulegi forseti. Eins og ég sagði í fyrra svari mínu vænti ég þess að fá niðurstöður starfshópsins innan tíðar. Mér skilst að menn hafi þar verið á lokastigunum í einhvern tíma. En í tengslum við þau samkomulög og þær viðræður sem hafa átt sér stað almennt á vinnumarkaði vænti ég þess að ég geti fengið tillögur sem góður stuðningur verður við.

Hvað varðar framkvæmdina á því liggur fyrir að þegar menn ná góðri niðurstöðu, og samstaða er um hana á milli aðila vinnumarkaðarins, um þá forgangsröðun, leggur þessi ríkisstjórn að sjálfsögðu áherslu á að reyna að koma henni í framkvæmd.