145. löggjafarþing — 72. fundur,  2. feb. 2016.

Evrópuráðsþingið 2015.

465. mál
[15:22]
Horfa

Flm. (Karl Garðarsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þetta er alveg rétt hjá hv. þingmanni, auðvitað er ýmislegt við vinnulagið hér á Alþingi að athuga og hvernig mál fara á dagskrá, það vita allir. Ég held að næsta skref hjá okkur sé óhjákvæmilega það að setjast niður. Fyrst við, sem erum í þessum alþjóðlegu nefndum, að setja okkur einhver markmið í þessum málum, hitta síðan fulltrúa þingsins og reyna að ná fram því sem við teljum að sé nauðsynlegt til að þessi málaflokkur og þessi mál njóti þeirrar virðingar sem þau eiga skilið hér í þinginu. Ég fagna þessu framtaki beggja þingmanna sem hafa komið fram hér á undan mér með sínar ræður, hv. þingmönnum Birgittu Jónsdóttur og Unni Brá Konráðsdóttur. Ég held að við eigum að drífa í þessu sem allra fyrst því að tíminn líður mjög hratt. Ef við eigum að ná þessum málum í gegn sem hv. þm. Unnur Brá Konráðsdóttir minntist á hér áðan þarf að vinna mjög hratt í þessu, annars verða þau bara hér afgangs.