145. löggjafarþing — 73. fundur,  3. feb. 2016.

endurskoðun á slægingarstuðlum.

27. mál
[15:47]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þessi slægingarstuðull hefur verið lengi til umræðu. Það er alveg kristaltært að innihald í maga þorsks er mjög misjafnt eftir árstíðum og landshlutum og ég get alveg stutt þessa tillögu fljótt á litið.

Mig langar að spyrja hv. þingmann um staðsetninguna frá Horni í austri að Látrabjargi, er þingmaðurinn þá að tala um vestur fyrir eða austur fyrir? Ég átta mig ekki alveg á því í textanum.