145. löggjafarþing — 76. fundur,  16. feb. 2016.

höfundalög.

333. mál
[14:06]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ef píratar ætluðu sér að skrifa heildarfrumvarp um höfundalög mundu þau eflaust líta töluvert öðruvísi út. En í þessu frumvarpi er mikilvæg réttarbót, í b-lið 25. gr., sem bætir réttarvernd milliliða og þeirra sem verða fyrir lögbannsbeiðni og því komum við til með að styðja þetta mál helst af þeim ástæðum. Eins og fyrr greinir voru fyrirvarar af hálfu þess sem hér stendur, og okkar pírata, gagnvart málinu úr nefnd, en ég hef þegar gert grein fyrir þeim og ætla því ekki að gera frekari grein fyrir þeim hér nú.