145. löggjafarþing — 76. fundur,  16. feb. 2016.

höfundalög.

362. mál
[14:09]
Horfa

Ásta Guðrún Helgadóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég mun sitja hjá í þessari atkvæðagreiðslu vegna þess að ég er einfaldlega á móti því að framlengja höfundarétt, bara í prinsippatriðum. Hins vegar eru önnur atriði í þessum lögum sem varða það að höfundar geti fengið höfundarétt sinn til baka ef þeir hafa framselt hann til þriðja aðila. Hins vegar eru tímamörkin þar allt of löng að mínu mati og ég mundi vilja sjá, við endurskoðun þessara laga, sem er í gangi, að þau væru mögulega sett niður í sjö eða tíu ár í staðinn fyrir 50 ár, minnir mig, eða 20 ár eins og sagt er í frumvarpinu.