145. löggjafarþing — 79. fundur,  23. feb. 2016.

fullgilding stofnsamnings um Innviðafjárfestingabanka Asíu.

436. mál
[14:16]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég hallast að því að þetta sé gott mál. Ég er ekki endanlega sannfærður og er ekki alveg reiðubúinn að bera ábyrgð á samþykkt þess. En mér finnst hugmyndin góð og ég vona og vænti þess að þetta verði til uppbyggingar og til framþróunar í löndum þar sem þörf er á því í fyrirsjáanlegri framtíð.

Mig langar hins vegar líka að taka undir það að það er gríðarlega mikilvægt að þetta hafi ekki neikvæð áhrif á þróunarsamvinnuna og það er mikilvægt að þegar fram líða stundir þá fylgjumst við vel með þróun mála þar og bregðumst við eftir atvikum eins og hv. 4. þm. Reykv. n. fór ágætlega yfir hér.