145. löggjafarþing — 80. fundur,  24. feb. 2016.

Frestun á skriflegum svörum.

[15:01]
Horfa

Forseti (Kristján L. Möller):

Borist hafa þrjú bréf frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 766, um hrefnuveiðar, frá Rósu Björk Brynjólfsdóttur, og við fyrirspurnum á þskj. 788 og 791, um nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir, frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.

Forseta hafa einnig borist tvö bréf frá innanríkisráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 808, um útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa, frá Willum Þór Þórssyni og við fyrirspurn á þskj. 785, um nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir, frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur.

Þá hafa borist tvö bréf frá velferðarráðuneytinu þar sem óskað er eftir fresti til að veita skrifleg svör við fyrirspurn á þskj. 789, um nefndir, starfshópa og verkefnisstjórnir, frá Bjarkeyju Olsen Gunnarsdóttur og fyrirspurn á þskj. 809, um útgjöld vegna sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarstarfa, frá Willum Þór Þórssyni.