145. löggjafarþing — 82. fundur,  1. mars 2016.

styrkir vegna sýninga á kvikmyndum á íslensku í kvikmyndahúsum hér á landi.

369. mál
[14:07]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Sem framsögumaður hafði ég óskað eftir því að málið gengi til nefndar á milli umræðna en ég dreg þá ósk til baka þar sem nú liggur fyrir að ekki munu koma fram viðbótarsjónarmið í málinu. Ég legg því til að málið verði samþykkt eins og það liggur fyrir og gangi til 3. umr.