145. löggjafarþing — 82. fundur,  1. mars 2016.

fríverslunarsamningur við Japan.

22. mál
[14:10]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég tek undir með hv. þm. Vilhjálmi Bjarnasyni þegar hann fer yfir það að hér sé um mikilvægt mál að ræða. Ég vildi vegna þessa máls upplýsa að ég tók þetta mál upp í þingmannanefnd EFTA, það hvernig gengi og hvað liði fríverslun við Japani. Miðað við þær upplýsingar sem við fengum frá framkvæmdastjóra EFTA er því miður ekki áhugi af hálfu Japana að fara í fríverslunarsamninga við EFTA eða Ísland eða einstök lönd, en ég held að við eigum ekkert að hætta að reyna. Þess vegna er mikilvægt að við sýnum skýran vilja okkar. En því miður er þetta staðan miðað við nýjustu upplýsingar, frá því í síðustu viku, virðulegi forseti.