145. löggjafarþing — 83. fundur,  1. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[16:30]
Horfa

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir (P) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir upplýsandi og góða ræðu um þetta mikilvæga mál. Í breytingartillögu minni hlutans, sem þingmaðurinn er aðili að, er lagt til að gera þurfi betrunaráætlun fyrir alla fanga og í henni geti falist starfs- og menntunaráætlun, heilsuverndaráætlun, endurhæfingaráætlun og aðrar áætlanir eftir þörfum í hverju tilviki. Þetta hlýtur að kalla á mikla fagþekkingu innan fangelsanna. Mig langar að spyrja hv. þingmann hvort hún telji að aukin þjónusta af þessum toga í fangelsum landsins, og aukinn kostnaður sem henni mun óumflýjanlega fylgja, muni skila sér aftur til samfélagsins. Ef svo er með hvaða hætti?