145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

aðgengismál fatlaðs fólks.

[15:07]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin. Fram kemur í máli ráðherrans að hún hafi talið mikilvægt að breyta regluverkinu að því er varðar kröfur til bygginga- og skipulagsmála til að auka möguleikana á fjölbreyttari íbúðum og þá væntanlega ódýrari íbúðum til að efla hér húsnæðismarkaðinn.

Þá vil ég spyrja hæstv. ráðherra, og bið hana um að skerpa svar sitt, hvort hún telji verjandi að breytingar á þessu reglu- og lagaumhverfi til að ná þeim markmiðum sem hæstv. ráðherra víkur að séu á kostnað fatlaðs fólks.