145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[15:34]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég tek undir það að frumvarpið er til einhverra bóta. En við þurfum að velta því fyrir okkur hvaða tilgangi fangelsisvist á að þjóna. Er þetta geymslustaður eða viljum við raunverulega aðstoða fólk sem þar þarf að dvelja til þess að koma út í samfélagið aftur og verða nýtir samfélagsþegnar?

Þetta frumvarp nær því miður ekki þangað að mínu mati. Það gengur allt of stutt í átt til þeirra breytinga sem við þurfum að takast á við í kerfinu. Eins og hér var nefnt þá virðist frumvarpið frekar taka mið af því hversu fjárvana kerfið er í dag. Þegar kemur að betrunarmálum, hvort sem það er menntun eða eitthvað annað, virðist frumvarpið sniðið utan um þá stöðu en ekki utan um þörfina og þá framtíðarsýn að sem fæstir fari inn í fangelsi og að koma sem flestum sem þar þurfa að vera út aftur til þess að verða nýtir samfélagsþegnar og minnka endurkomur inn í fangelsin.

Þetta frumvarp, að mínu viti og margra annarra, nær því miður ekki að mæta því.