145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[15:37]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég lít svo á að þetta séu bráðabirgðalög og alls ekki nægilega vel unnin. Það er í raun og veru dæmigert fyrir lagasetninguna sem kemur í þingið. Hún kemur hér inn ófullbúin. Þessi lagasetning er ekki í takt við nútímann og ég sakna þess að hæstv. innanríkisráðherra sé ekki í þingsal þegar við greiðum atkvæði um mjög miklar og umfangsmiklar breytingartillögur.

Mér skilst að hæstv. ráðherra hafi áhuga á að færa þessi lög í átt að betrun og ég óska eftir því að þegar málið verður tekið til umfjöllunar á milli 2. og 3. umr. verði brugðist við helstu málaflokkunum sem hafa verið umdeildir og hafa ekki verið lagaðir. Ég óska eftir því að þingmenn meiri hlutans hlusti vel á útskýringar minni hlutans í nefndinni um af hverju fara þarf í enn frekari breytingar á þessu bráðabirgðafrumvarpi.