145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[15:58]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegi forseti. Ég vil gera stutta grein fyrir athugasemd við þetta ákvæði um fullnustu utan fangelsis. Þar stendur að fangi skuli sjálfur greiða gjöld sem slík stofnun eða heimili innheimtir hjá vistmönnum. Við höfum fregnir af því að vegna vistunarkostnaðar hafi fangar ekki getað sinnt námi og því er mikilvægt að þetta fyrirkomulag sé endurskoðað í framtíðinni.