145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[16:05]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Breytingartillagan sem við greiðum núna atkvæði um lýtur að því að setja ákvæði í lög um lágmarksaðbúnað í fangelsum landsins. Bara lágmarksrými í kringum fanga, birtustig, loftræstingu og annað sem á að vera alveg sjálfsagður hlutur og ætti að vera eðlilegt að þetta sé tekið fram í lögum.

Þess vegna hryggir það mig að sjá að verið er að fella þessa sjálfsögðu breytingartillögu sem ætti nú ekki að vera pólitískt ágreiningsmál. (Gripið fram í: Heyr, heyr!)