145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[16:08]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Ég vona svo sannarlega að þessi breytingartillaga verði til þess að (Gripið fram í.) það muni ekki halda áfram að gerast að börn undir átján ára aldri séu sett í hefðbundið fangelsi eins og til dæmis Litla-Hraun. Það hefur verið gert og er skýlaust brot á barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Mér sýnist miðað við breytingartillöguna að það sé samt möguleiki á að vista börn undir átján ára aldri á Litla-Hrauni eða öðrum slíkum fangelsum, og ef svo er þá óska ég eftir að ákvæðinu verði breytt á þann veg að enginn undir átján ára aldri verði settur í hefðbundið fangelsi fyrir fullorðna.