145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[16:29]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P):

Forseti. Farið hefur fram töluvert mikil umræða um hvað einangrun er. Einangrun er líkt við pyndingar. Við erum aðilar að alþjóðasáttmála Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum. Við vorum nú nýverið að samþykkja OPCAT. Mér finnst þetta ekki vera í samræmi við það og leggst alfarið gegn því.

Ég vona að málið verið tekið og skoðað rækilega á milli 2. og 3. umr. Ég hef áhyggjur af því að það virðist eiga að fara með þetta mál mjög hratt í gegn. Af hverju? Það þarf að fara mjög rækilega yfir þessi lög. Þau eru enn ekki nægilega vel unnin. Það er ekkert sem hastar, hér þarf að vinna vel. Það er bagalegt að lög komi svona illa úr garði gerð úr ráðuneytunum inn á þing.