145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[16:42]
Horfa

Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir (Sf):

Virðulegi forseti. Það er sama ástæða fyrir því að ég er andvíg þessari breytingu. Mér finnst engin ástæða til að slá af því í orði kveðnu í lagatexta að birta eigi slíkan úrskurð með sannanlegum hætti fyrir þeim sem stendur frammi fyrir fangelsisdómi. Þó að það hljómi sakleysislega að tala um þá breytingu að það nægi að birta með þeim hætti sem áskilinn er við birtingu ákæru með tilvísun í lagagrein sé ég enga ástæðu til að gefa þann afslátt á jafn sjálfsögðum mannréttindum og þeim að fá birtingu með sannanlegum hætti.