145. löggjafarþing — 84. fundur,  2. mars 2016.

útlendingar.

560. mál
[17:09]
Horfa

Steinunn Þóra Árnadóttir (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Mig langar að koma hér upp í þetta síðara andsvar til þess eins að ítreka að ég tel gríðarlega mikilvægt að fjölgunin í nefndinni verði aldrei til þess að einvörðungu sé hægt að keyra málin hraðar í gegn, til að halda því sjónarmiði til haga og hafa sagt það héðan úr þessum ræðustól að ég tel það algjört grundvallaratriði að þetta verði til að styrkja málsmeðferðina og tryggja að hún verði sanngjörn þó svo að kerfið hér heima verði fyrir auknu álagi.