145. löggjafarþing — 85. fundur,  9. mars 2016.

Seðlabanki Íslands.

420. mál
[16:00]
Horfa

Sigríður Á. Andersen (S) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Ég get ekki látið hjá líða að segja nokkur orð í tilefni þeirra nokkurra stóryrða, ef ég má kalla það svo, er lúta að frumvarpinu eins og það kom fyrir nefndina upphaflega. Ég vil bara árétta að frumvarpið var lagt fram í ljósi þeirra lagabreytinga sem þingheimur samþykkti síðastliðið sumar sem gerði ráð fyrir að þessar eignir mundu renna inn til Seðlabankans og höndlað yrði með þær þar.

Eftir skoðun á málinu komst hv. efnahags- og viðskiptanefnd að því að betur færi á því að höndlað yrði með eignirnar utan Seðlabankans. Í því ljósi voru með málefnalegum hætti skoðaðar leiðir í því sambandi og er málið komið í þann búning sem það er í í dag.