145. löggjafarþing — 85. fundur,  9. mars 2016.

þingsköp Alþingis.

57. mál
[16:15]
Horfa

Flm. (Valgerður Bjarnadóttir) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég er nokkuð sannfærð um það. Ég ræddi þetta þegar ég lagði þetta fyrst fram og hef rætt þetta við margt fólk og ég er nokkuð sannfærð um að breyta þurfi stjórnarskránni til þess að ráðherrar geti sagt sig frá þingstörfum og komið aftur til þings á kjörtímabili. Þess vegna er frumvarpið orðað svona.