145. löggjafarþing — 86. fundur,  10. mars 2016.

mótun stefnu til að draga úr notkun á skaðlegum efnum í neysluvörum.

247. mál
[16:31]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil leiðrétta svolítið sem ég sagði í gær. Ég fékk póst frá ræðulesara sem benti mér á að ég hefði farið með fleipur í gær í sambandi við tölur þar sem ég komst að þeirri niðurstöðu, að því er virðist, að 100 milljónir sinnum 10 væru 120 milljónir sem er augljóslega ekki rétt.

Það sem ég ætlaði að segja og virðist hafa ruglast á í glósum mínum, ég reiknaði þetta út á sínum tíma, er að þingmaður kostar 10–12 milljónir á ári og það sinnum 10 er augljóslega 100–120 milljónir á ári. Þetta er hér með leiðrétt. Í samræmi við inntak ræðu minnar í gær og niðurstöðu er lýðræðið alls ekki dýrt.