145. löggjafarþing — 87. fundur,  14. mars 2016.

fyrirspurnir á dagskrá.

[15:09]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti hefur þegar gert grein fyrir því hvernig þessu er háttað varðandi fyrirspurnirnar. Það er ýmislegt sem þarf að geta gengið upp til að unnt sé að svara fyrirspurnum.

Forseti telur sig hafa gert prýðilega grein fyrir því hvernig hefur háttað til um þessi mál og vakið athygli á því að þegar þessum fyrirspurnatíma í dag er lokið verður einungis fáeinum fyrirspurnum til munnlegs svars enn ósvarað í þinginu.