145. löggjafarþing — 87. fundur,  14. mars 2016.

endurskoðun reglugerðar um útgáfu og notkun stæðiskorta fyrir hreyfihamlaða.

517. mál
[16:30]
Horfa

innanríkisráðherra (Ólöf Nordal) (S):

Hæstv. forseti. Ég er hjartanlega sammála hv. þingmanni um að það er skynsamlegast, og það verður gert, að hafa samráð við þá sem nýta sér þjónustuna. Ég verð líka að taka undir það með hv. þingmanni og ég held að skynsemisrökin hnígi í þá átt að þegar um er að ræða einstaklinga þar sem engin von er til að menn fái bót og menn vita hvað bíður þeirra í framtíðinni þá segir skynsemin manni að það ætti að vera hægt að hafa þessi leyfi lengri án þess að ég ætli að úttala mig eitthvað frekar um það í dag. Ég skil óþreyjuna hjá þeim sem þurfa að reiða sig á þessa þjónustu og að það skipti máli að það komist botn í þetta mál. Ég tek undir það með hv. þingmanni. Ég held að það sé alveg nauðsynlegt. Ef menn rekast á einhverja veggi þá er ágætt að það komi fram af því að þá getum við rætt það. En meðan svo er ekki getum við auðvitað ekki rætt það.