145. löggjafarþing — 87. fundur,  14. mars 2016.

framhaldsskóladeild á Vopnafirði.

548. mál
[17:32]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka málshefjanda fyrir að vekja máls á því merka máli sem hér er um rætt og þakka ráðherra fyrir góðar undirtektir og þátt hans í að koma þessu á. Hér erum við komin af stað með menntunarmál Vopnfirðinga sem við höfum stefnt að lengi. Bak við þessa sögu er langt og mikið ferli sem margir hafa komið að og unnið að á öllum stigum. Nú fagna Vopnfirðingar því að vera komnir með þann möguleika að börnin þeirra geti stundað nám í heimabyggð sem er gríðarlega mikilvægt. Við þekkjum hvernig það er að þurfa að senda börnin frá okkur 15 ára gömul. Það eru ekki allir tilbúnir til þess en þessi leið og það að geta boðið eldra fólki sem á jafnvel eftir að mennta sig upp á að koma þarna inn er mikið fagnaðarefni.

Nýjustu tölur frá Vopnafirði eru þær að fimm nemendur séu tilbúnir að taka þátt í þessu verkefni. Til hamingju, Vopnfirðingar.