145. löggjafarþing — 88. fundur,  15. mars 2016.

svar við fyrirspurn.

[14:10]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf):

Forseti. Ég mótmæli því að sá sem spurði spurninganna og fékk ljósrituð svör til baka, svör sem er hægt að finna á vefnum, í stað þess að fjármálaráðherra svari spurningunum eða komi að minnsta kosti með þær skýringar sem hann er að reyna að bera fram hérna í svarinu — ráðherra á ekki að bregðast svona við. Hvernig í ósköpunum datt ráðherranum í hug að láta senda þetta til þingsins í gær eins og það var? Eftir að kvartað hefur verið yfir því að svör hafi ekki borist í tvo mánuði er hent í þingið (Gripið fram í.) einhverjum ljósritum.

Virðulegi forseti. Ég mótmæli þessum vinnubrögðum ráðherrans en bíð, eins og hann, spennt eftir að sjá hvað kemur (Forseti hringir.) út úr skoðuninni á Borgun og treysti því að hann muni ganga á eftir því eins og honum ber skylda til.