145. löggjafarþing — 88. fundur,  15. mars 2016.

dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna.

26. mál
[14:33]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Ég kem hér upp til að lýsa stuðningi við þessa þingsályktunartillögu og þakka hv. þingmanni fyrir að hafa flutt hana ásamt öðrum talsmönnum barna í þinginu. Ég vil líka þakka honum fyrir frumvarpið sem við samþykktum áðan.

Ég vildi líka koma hérna upp til að segja að ég held að það séu fá fordæmi fyrir því í þingsögu Íslands að þingmaður í stjórnarandstöðu fái tvö mál samþykkt sama daginn. Ég óska hv. þm. Páli Val Björnssyni til hamingju með þann áfanga og þakka honum fyrir að standa vörð um hagsmuni barna á Íslandi.