145. löggjafarþing — 88. fundur,  15. mars 2016.

dagur helgaður fræðslu um mannréttindi barna.

26. mál
[14:35]
Horfa

Birgitta Jónsdóttir (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Ég vil byrja á að hrósa og þakka hv. þm. Páli Val Björnssyni fyrir mjög skelegga vinnu varðandi málefni barna á Alþingi, bæði innan og utan veggja þingsins. Ég fagna því að við séum að fara að samþykkja þessa þingsályktunartillögu. Ég man eftir því að fyrir óralöngu, árið 1996 eða 1997, gerði ég vef fyrir umboðsmann barna þar sem við settum upp barnasáttmálann. Ég þekki hann vel en því miður eru allt of mörg börn og unglingar sem þekkja hann ekki. Nú skora ég því á alla þingmenn sem eiga börn eða barnabörn að eyða deginum þegar þeir koma heim í að lesa barnasáttmálann fyrir börnin í sínu lífi.