145. löggjafarþing — 89. fundur,  16. mars 2016.

hagsmunatengsl forsætisráðherra.

[15:40]
Horfa

Forseti (Einar K. Guðfinnsson):

Forseti vill árétta að hann hefur talað skýrt í þessu máli og hefur í sjálfu sér ekki miklu við það að bæta. Umræða um það hvað eigi að standa í hagsmunaskráningu Alþingis er önnur umræða sem við getum tekið síðar. Það hefur svo sem oft verið rætt hvort hafa eigi upplýsingar um maka þingmanna í hagsmunaskráningu Alþingis, en niðurstaðan verið sú að svo ætti ekki að vera og forseti hefur stutt þá niðurstöðu.