145. löggjafarþing — 89. fundur,  16. mars 2016.

hagsmunatengsl forsætisráðherra.

[15:41]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Sigurður Ingi Jóhannsson) (F):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka forseta fyrir að taka eins eindregið og skýrt til orða og hann gerði. Mér er nánast orða vant yfir því sem hér er borið á borð í þinginu. Ég hélt að við værum komin yfir þann lágkúrulega kafla að draga fjölskyldur þingmanna og kjörinna manna inn í umræður í ræðustól Alþingis. Ég hélt að við værum komin lengra á sviði jafnréttis og skilnings á því að við erum öll einstaklingar. Ég trúi því varla að við ætlum aftur niður á það lágkúrulega stig sem við vorum á fyrir nokkrum árum þar sem það var hefðbundið að stunda aurkast á hvern og einn einstakling úti í bæ héðan úr ræðustól Alþingis. Ég vona að þingið sé komið lengra á sinni braut og það séu komnir aðrir tímar.