145. löggjafarþing — 89. fundur,  16. mars 2016.

fullnusta refsinga.

332. mál
[15:52]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Herra forseti. Ég rita líka undir þetta nefndarálit með fyrirvara. Eins og hjá öðrum í minni hlutanum snýst hann fyrst og fremst um heildarsamhengi frumvarpsins, þ.e. við hefðum viljað ganga lengra, m.a. varðandi betrunarþáttinn eins og hér hefur verið sagt. Frumvarpið einkennist of mikið af því að það er verið að smíða tillögur utan um fjárvana kerfi í staðinn fyrir að horfa enn frekar til framtíðar og þess að auka þurfi fjármagnið inn í kerfið til að koma til móts við mjög margt sem snýr að réttindum fanga. Við vinstri græn stöndum að þessum breytingum og greiðum þeim atkvæði okkar en munum sitja hjá við frumvarpið þegar það kemur sjálft til atkvæða.