145. löggjafarþing — 89. fundur,  16. mars 2016.

landsskipulagsstefna 2015--2026.

101. mál
[15:58]
Horfa

Svandís Svavarsdóttir (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Við greiðum atkvæði um landsskipulagsstefnu sem er lögboðið að leggja fram og afgreiða á Alþingi í samræmi við gildandi skipulagslög.

Í stefnunni eru þó nokkrir kaflar. Verkefninu er fyrst og fremst ætlað að samræma þær áætlanir sem til eru varðandi landnotkun og landnýtingu í landinu og það er vel. Þó verður ekki hjá því litið að ekki er hægt að ljúka svo nokkur sómi sé að kafla um miðhálendið öðruvísi en að ganga frá stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Sú tillaga er til meðferðar í umhverfis- og samgöngunefnd og við gerum auðvitað ráð fyrir því að hún hljóti hér framgang í samræmi við mikinn stuðning úti í samfélaginu. Það er besta leiðin til að halda utan um skipulag miðhálendisins og ég vonast til þess að það verði gert.

Á meðan við höfum ekki tryggt þá niðurstöðu í landsskipulagsstefnunni sjáum við vinstri græn ekki aðra leið en að sitja hjá við þessa afgreiðslu.