145. löggjafarþing — 89. fundur,  16. mars 2016.

landsskipulagsstefna 2015--2026.

101. mál
[15:59]
Horfa

Róbert Marshall (Bf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég tek að sama skapi undir með hv. þm. Svandísi Svavarsdóttur, það að stofna þjóðgarð á miðhálendi Íslands væri að mörgu leyti eðlilegur fylgifiskur þessa máls og væri fagnaðarefni ef þingið tæki höndum saman um það. Það er mikil stemning fyrir því meðal þjóðarinnar.

Það er eins með þetta mál og það sem við afgreiddum í fyrri atkvæðagreiðslu, það þarf að horfa heildrænt á hlutina og vinna frá grunni. Það er líka nauðsynlegt að þau stjórnvöld sem hyggjast vinna með þeim hætti að leggja fram áætlanir um uppbyggingu innviða eða kynna fyrir þinginu landsskipulagsstefnu séu viðbúin og tilbúin til þess að virða slíka verkferla. Þá geta menn velt fyrir sér hvort við séum með ríkisstjórn sem geri það og velt fyrir sér af hverju engin samgönguáætlun hefur komið inn í þingið allt þetta kjörtímabil eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Hvar er hún? Var hún send til útlanda? Af hverju eru menn með ferla um að (Forseti hringir.) ákveða hlutina með þessum hætti ef síðan er ekki farið eftir þeim?

Björt framtíð mun sitja hjá við afgreiðslu þessa máls.