145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[14:00]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Forseti. Ef ég skildi hæstv. forsætisráðherrann rétt kemur það úr skýrslu Capacent að hagsmunaaðilar hafi komið og bent á þetta. Ég er ekki enn þá búin að fá svar við því hvaða hagsmunaaðilar þetta voru.

Það er svolítið ósamræmi í 11. gr. Þar kemur fram að ráðherrann á að taka ákvörðun um friðlýsingu og afnám hennar. Það er ósamræmi á milli þess annars vegar hvernig fara á með fornleifar sem varða skip og báta og svo allt í einu hvað varðar friðlýsingu húsa og mannvirkja. Af hverju er ekki sama stjórnsýslan um þetta tvennt? Ég spyr aftur eins og spurt hefur verið hérna: Er það út af sérstökum áhuga ráðherra á einhverjum málum? Er ekki stjórnsýsluleg (Forseti hringir.) hagræðing höfð hér til hliðsjónar?