145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[14:01]
Horfa

forsætisráðherra (Sigmundur Davíð Gunnlaugsson) (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Með þessu er sérstaklega verið að reyna að bæta úr brotalömum hvað varðar skipulag verndunar húsa og byggða. Þar kemur auðvitað ýmislegt til sögunnar, ekki hvað síst ný lög um verndarsvæði í byggð. En ég meðtek ábendingu hv. þingmanns um að æskilegt kunni að vera að bátar og skip og fleira færist þarna undir líka, en ekki er gert ráð fyrir því í þessu frumvarpi því að þar voru úrbætur á því sviði ekki til skoðunar á sama hátt og varðandi húsin.