145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[14:54]
Horfa

Lilja Rafney Magnúsdóttir (Vg) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Mér finnst í hæsta máta ósmekklegt af hv. þm. Frosta Sigurjónssyni að kalla okkur þingmenn sem köllum eftir því að hæstv. forsætisráðherra sýni þinginu þá virðingu að gera grein fyrir sínum málum á þessum vettvangi. Ég hef sagt áður að það er enginn að fella neina dóma hér fyrir fram. Við sem störfum á Alþingi Íslendinga og erum lýðræðislega kosin gerum þá kröfu fyrir hönd Alþingis og þjóðarinnar að þegar svona umræða kemur upp, að forsætisráðherra telur að það sé hagur hans og fjölskyldu hans að fara með sinn fjölskyldufjársjóð til Jómfrúreyja, sé bara mjög eðlilegt að hann geri þjóðinni grein fyrir því á Alþingi. (Forseti hringir.) Það er ekki til mikils mælst. Mér finnst frekar lágkúrulegt af hæstv. forsætisráðherra að láta samþingsmenn sína koma honum til varnar en hafa ekki kjark til að koma hingað sjálfur.