145. löggjafarþing — 91. fundur,  18. mars 2016.

menningarminjar o.fl.

606. mál
[15:32]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vil ekki orða það þannig að það gleðji mig að hæstv. forsætisráðherra sé í húsi vegna þess að annað væri hneyksli. Það er þó líka ámælisvert að hæstv. forsætisráðherra sýni okkur þingmönnum sem höfum áhuga á þessu máli og viljum ræða það, ég held að núna séu 11 á mælendaskrá — ég veit ekki hvar hann er, hann er að minnsta kosti ekki sjáanlegur.

Mér finnst það kurteisi við þingmenn að þegar hæstv. ráðherrar mæla fyrir málum sínum séu þeir að minnsta kosti á sveimi. Það er alveg eðlilegt að þeir bregði sér frá í smástund og fái sér kaffi og köku en að þeir haldi framsögu sína og hverfi síðan finnst mér ámælisvert.